Byrjendur eru velkomin á allar æfingar og sérstaklega mælt með að æfa þegar grunntækni er kennd, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum samkvæmt æfingaáætlun.

Ekki þarf sérstakan aikido galla, nóg er að mæta í léttum íþróttafatnaði, stuttermabol og síðum buxum. Skráning í félagið fer fram í fyrsta tíma en gjarnan má fylla út rafræna skráningu hér.

Krakkar á aldrinum 6-12 ára æfa á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:00 og hægt er að koma í prufutíma hvenær sem er.

Krakkatímar eru frá september fram í miðjan maí.  Haustönn krakka hefst fyrsta mánudaginn í september.

Ef þú hefur spurningar eða langar til að vita meira áður en þú kemur í prufutíma hafðu þá samband við Marco (699-7195) eða sendu tölvupóst á aikido@aikido.is

Aikido snýst ekki um átök eða keppni heldur er aikido leið til þess að forðast átök. Í aikido er áhersla lögð á að iðkendur vinni saman að því að bæta sig í stað þess að keppa að árángri á kostnað annarra. Ef þú ert fyrir ofbeldi og slagsmál þá er aikido ekki fyrir þig.  Viljir þú hins vegar rækta sjálfa(n) þig andlega og líkamlega, þá kann aikido að vera rétta leiðin fyrir þig.

Hafi umsækjandi um aðild að félaginu orðið uppvís að ofbeldis- eða kynferðisbroti sem svert getur ímynd félagsins áskilur stjórn þess sér rétt til þess að hafna aðild.

Translate