1. gr.
Félagið heitir Aikikai Reykjavík, félag. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.
2. gr.
Tilgangur félagsins er að iðka sjálfsvarnaríþróttina Aikido, auka veg og virðingu íþróttarinnar og stuðla að betri aðstöðu til iðkunar hennar.
3. gr.
Félagar geta orðið allir þeir sem þess æskja.
4. gr.
Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund félagsins skal halda eigi síðar en í mars ár hvert. Til fundarins skal boða bréflega eða á annan sannanlegan hátt með a.m.k. viku fyrirvara og skal getið dagskrár í fundarboði. Málefni sem félagar óska eftir að tekin verði fyrir á fundinum skulu hafa borist stjórn minnst tveimur dögum fyrir aðalfund. Rétt til fundarsetu með öllum réttindum hafa skuldlausir félagar.
Dagsskrá aðalfundar:
- Fundarsetning
- Kosnir fundarstjóri og fundarritari
- Lögð fram ársskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár og umræða um hana
- Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar, umræða og atkvæðagreiðsla
- Lagabreytingar ef fyrir liggja
- Kosin stjórn:
- kosinn formaður
- kosnir ritari, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur
- kosinn endurskoðandi
- Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar
- Önnur mál
- Fundarslit
Á aðalfundi fer hver félagi með eitt atkvæði og ræður einfaldur meirihluti úrslitum, nema varðandi lagabreytingar, þá þarf samþykki 2/3 atkvæðisbærra fundarmanna til þess að breytingar nái fram að ganga. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.
5. gr.
Reikningsár félagsins er almanaksárið. Ársreikningar skulu komnir til endurskoðanda eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund.
6. gr.
Stjórn félagsins fer með yfirstjórn þess á milli aðalfunda. Hana skipa formaður, ritari, gjaldkeri og tveir meðstjórnendur, allir kosnir á aðalfundi. Stjórnarfundi skal halda minnst á tveggja mánaða fresti og er formaður ábyrgur fyrir því og skal boða til þeirra. Ritari skal vera ábyrgur fyrir að koma fundargerðum stjórnar á heimasíðu félagsins.
Stjórninni ber að gæta hagsmuna félagsins í öllum málum. Hún hefur umráð yfir eignum þess og boðar til funda. Stjórnin getur vikið mönnum úr félaginu áliti hún framkomu þeirra félaginu til vansa. Þó getur viðkomandi óskað þess að málið verði tekið fyrir á félagafundi.
Ákvarðanir stjórnar þurfa samþykki minnst þriggja stjórnarmeðlima.
7. gr.
Tillögu um að leggja félagið niður verður að leggja fyrir á lögmætum aðalfundi og skal tillagan send félagsmönnum með fundarboðinu. Til þess að slík tillaga nái fram að ganga þarf helmingur félagsmanna að sitja fundinn og 2/3 þeirra að samþykkja tillöguna. Komi ekki svo margir til fundarins, skal boða til nýs fundar með tveggja vikna fyrirvara og skal hann haldinn innan fjögurra vikna og er sá fundur ályktunarhæfur án tillits til fjölda fundarmanna.
8. gr.
Lögum þessum verður ekki breytt nema á reglulegum aðalfundi félagsins og þá með samþykki2/3 atkvæðisbærra fundarmanna.
9. gr.
Lög þessi og síðari breytingar á þeim öðlast gildi þegar framkvæmdastjórnir ÍBR og ÍSÍ hafa staðfest þau/þær, sbr. lög ÍBR og ÍSÍ.
Síðast breytt á aðalfundi 2008